Stöðvum blóðmerahald!

Blóðmerahald er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum. Úr blóðinu er unnið hormón sem notað er til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr.

Starfsemin er hvergi stunduð í Evrópu, nema á Íslandi. Magn og tíðni blóðtöku og meðferð á hryssunum í blóðtökunni stríðir gegn velferð þeirra. Hryssurnar eru bundnar niður á blóðtökubás þar sem þær komast ekki undan og því fylgir mikil streita og ótti. Blóðmerahald er dýraníð og á að banna með lögum.

Lyfið sem unnið er úr blóði hryssanna er notað til að auka frjósemi dýra í þauleldi. Helst er það notað fyrir svín í verksmiðjubúskap til að láta gyltur eignast fleiri grísi en þeim er eðlilegt. Auk álags á gylturnar veldur þetta meiri grísadauða þar sem grísir komast oft ekki allir á spena.

Undirskriftalistinn verður afhentur stjórnvöldum.

Skrifaðu undir. Stöðvum blóðmerahald í eitt skipti fyrir öll.

Blóðmerahald er dýraníð.

Blóðmerahald - Undirskriftir