Ekkert dýr á að þjást

Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga lögum samkvæmt að vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma.Of víða er illa búið að búfénaði á Íslandi og eftirlit yfirvalda í núverandi mynd veitir lítið aðhald. Þessu þarf að breyta.

Það er nauðsynlegt að endurskoða lög og reglugerðir er varða velferð dýra sem fyrst og að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum gagnvart dýrum.

Undirskriftalistinn verður afhentur forsætisráðuneytinu.Ég skora á stjórnvöld að gera betur í eftirliti með velferð dýra

Dýravernd - Undirskriftir

Blóðmerahald er dýraníð

Blóðmerahald á að banna með lögum. Magn og tíðni blóðtöku og meðferð á hryssunum í blóðtökunum er ekki ásættanleg. Eftirlit stjórnvalda með starfseminni veltur of mikið á innra eftirliti fyrirtækisins sem nýtir blóðið og hefur verið leyft án óháðra rannsókna um áhrif blóðtökunnar á velferð hryssanna.

Þetta er ekki í lagi – dýr eiga ekki að þjást

Grísir eru halaklipptir ódeyfðir. Það er dýraníð.

Í svínakjötsiðnaði eru grísir iðulega halaklipptir nokkurra daga gamlir án staðdeyfingar, sem er mjög sársaukafullt fyrir grísina.

Samkvæmt íslenskum dýravelferðarlögum er þetta bannað en yfirvöld láta þetta samt viðgangast.

Þetta er ekki í lagi – dýr eiga ekki að þjást

Nautgripir dúsa í alltof litlum stíum

Eftir að hafa notið útiveru og samveru með móður sinni í 6 mánuði mega nautkálfar ekki vera úti í haga. Í húsi fá graðnaut aðeins 2,5 fermetra pláss sem er allt of lítið.
 
Graðnaut búa víða við dimm húsakynni, köld, blaut og hörð legusvæði og stundum er engin loftræsting í húsunum. Slíkur aðbúnaður er brot á reglugerð um velferð nautgripa og yfirvöld þurfa að fylgja því betur eftir en þau gera nú. Opinbert eftirlit með velferð nautgripa er aðeins framkvæmt á þriggja ára fresti, sem er alltof sjaldan.

Þetta er ekki í lagi – dýr eiga ekki að þjást

STJÓRNVÖLD,
GERIÐ BETUR

Dýr eru skyni gæddar verur og við verðum að verja velferð þeirra.

Við berum öll siðferðislega og lagalega skyldu gagnvart dýrum. Rík lagaleg skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra og sjá til þess að eftirliti með dýravelferð sé sinnt almennilega.

Réttur til atvinnufrelsis og hagsmunir matvælaframleiðenda mega ekki vera á kostnað velferðar dýra.

Skrifaðu undir og skoraðu á stjórnvöld að gera betur!

Ég skora á stjórnvöld að gera betur í eftirliti með velferð dýra

Dýravernd - Undirskriftir